studioLine
Gufugleypar
Gufugleypar sem lýsa upp eldhúsið þitt
Með emotionLight Pro má láta gufugleypinn endurskapa skap þitt. Velja má ýmsa ólíka liti til að nota í baklýsingunni. Það er gert með Home Connect-appinu.
Kærleikssamband
Helluborðið getur haft samskipti við gufugleypinn. Með cookConnect-kerfinu er mögulegt að stjórna aðgerðum gufugleypisins beint frá helluborðinu. Til að mynda til að velja kraftstillingu eða breyta lýsingunni. Já, það er skemmtilegt að elda með slíkum búnaði.
cleanAir lofthringrás
cleanAir kolasíurnar bjóða upp á mjög öfluga hringrás loftsins. Yfirborð þeirra er stórt og gróft og þvi geta þær síað burt um 95% af vondri lykt og skilað frá sér fersku og hreinu lofti.
cleanAir síurnar fjarlægja einnig fitu og eru auk þess mjög hljóðlátar.Allir gufugleypar okkar eru fáanlegir með cleanAir kolasíu.
Hljóðlátir mótorar
studioLine gufugleypirinn er búinn svokölluðum iQdrive-mótor sem er mjög öflugur. Enn eitt atriði sem gerir eldunina að dýrðarstund. Svo er hann einnig notalega hljóðlátur; hljóðið frá honum er álíka og gutlið í sjóðandi matnum.
studioLine gufugleypar fást hjá Smith & Norland
Innbyggðar loftviftur
Innbyggð loftvifta frá Siemens rækir hlutverk sitt vel. Gufan hverfur fljótt og örugglega og matarlyktin sömuleiðis. Viftan er sett beint upp við loftið. Þannig fæst nýr hönnunarkostur fyrir eldhúsið.
Vinklaðir gufugleypar á vegg
Innbyggð loftvifta frá Siemens rækir hlutverk sitt vel. Gufan hverfur fljótt og örugglega og matarlyktin sömuleiðis. Viftan er sett beint upp við loftið. Þannig fæst nýr hönnunarkostur fyrir eldhúsið.
Veggháfar
Slíkir háfar eru festir á vegginn fyrir ofan helluborðið. Þeir vinna verk sitt vel eins og hinir gufugleyparnir. Með öflugum loftskiptum fjarlægja veggháfarnir reyk, lyktog „os“ á áhrifamikinn hátt. Að því loknu halda þeir áfram vinnslu uns loftið er orðið hreint og tært. Þá slökkva þeir sjálfkrafa á sér.