Loka leit
Espressó-kaffivélar

Þægindi

Ánægjulegt er að þurfa aðeins að styðja á einn hnapp. Langar þig í latte macchiato, cappuccino eða espressó? Innbyggða sjálfvirka espressó-kaffivélin í studioLine-fjölskyldunni er með allt á hreinu. Hún sérlagar kaffidrykkinn að þörfum hins kaffiþyrsta þökk sé einkar notendavænum skjá. Þannig fá menn ávallt kaffi við sitt hæfi.

Fínmölum með innbyggðri kaffikvörn

Einstaklega hljóðlát, endingargóð - fyrsta flokks kaffikvörn úr keramíki fær enn meiri ilm.

Espressó-kaffivélin er snjöll

Með Home Connect-appinu má stjórna öllum aðgerðum studioLine espressó-kaffivélarinnar með snjalltæki. Hægt er að velja eftirlætiskaffið eða breyta mölunarstiginu og vera um leið víðs fjarri eldhúsinu.

coffeeWorld

Gott er að koma sér þægilega fyrir í sófanum heima og skoða unaðssemdir kaffiheimsins með því að nota HomeConnect-appið. Með því móti fást upplýsingar og leiðbeiningar beint í snjallsímann. Gott er að nota coffeeWorld til prófa ýmsa alþjóðlega kaffisérdrykki og síðan er alveg kjörið að vista upplýsingar um kaffisérþarfir vina og vandamanna á kaffisérlistanum og sendakaffivélinni skipun skipun.