Loka leit
Þjónustudeild

Þjónustudeild

Þjónustudeild

Viðgerðar- og þjónustuverkstæði okkar er til húsa í Borgartúni 22. Þar tökum við á móti heimilistækjum frá Siemens, Bosch og Gaggenau sem og frá öðrum framleiðendum heimilistækja sem við skiptum við. Þjónustudeildin veitir einnig viðtöku ýmsum öðrum búnaði, s.s. símtækjum, farsímum, sumum lækningatækjum o.fl.

Kappkostað er að veita skjóta og góða þjónustu þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi. Sé þess óskað koma viðgerðarmenn okkar á staðinn til viðgerða og viðhalds á heimilistækjum.

Afgreiðslutímar: 8:00 til 16:30 alla virka daga. Hægt er að ná sambandi beint við þjónustudeildina í síma 520 3003 eða í gegnum skiptiborð okkar í síma 520 3000. Einnig má hafa samband með tölvupósti hér.

Þegar haft er samband við verkstæðið þarf að gefa upp E-númer og FD-númer heimilistækisins.
Stöku sinnum geta komið upp truflanir í raforkukerfi orkuveitnanna sem geta kallað fram villumeldingu (F21 eða F63).
Svör og skýringarmyndbönd við mörgum algengum vandamálum eru hér.