Stadler Form
Rakatæki
Ef loft í híbýlum fólks á að haldast heilsusamlegt verður rakastig þess að vera yfir 40%. Hér á eftir birtast upplýsingar um hvernig best er að viðhalda eðlilegu rakastigi og hvaða tæki eru hjálpleg í þeim tilgangi. Rakastig er hlutfallið milli raunverulegs rakamagns í lofti og mettunarraka (þess raka sem loftið rúmar) þess við sama hita. Það er gefið upp í prósentum og er 100% í mettuðu lofti.
Veitir rakatæki vernd gegn kórónuveirunni?
Kórónuveiran, sem tengist COVID-19 sjúkdómnum, er því miður enn að breiðast út um allan heim. Stadler Form skoðar reglulega nýjustu rannsóknir og vísindaskýrslur um kórónuveiruna og birtir það sem sérfræðingum fyrirtækisins finnst áhugavert. Í eftirfarandi myndbandi veltir Samuel hjá Stadler Form því fyrir sér hvort rakatæki veita vernd gegn veirunni.
Erfitt er að svara þessari spurningu því að margar rannsóknir birtast stöðugt um kórónuveiruna og erfitt er að henda reiður á öllu því sem þar er sagt. Háskólinn í Stuttgart í Þýskalandi komst að því í rannsókn, sem þar var gerð, að áhrifaríkast í baráttunni við COVID- 19 er að bera grímu og hafa góða loftræstingu. Ef loftræsting er ekki góð veitir rakatæki viðbótarvörn gegn veirunni. Til að skilja kórónuveiruna sem best verða vísindamenn um allan heim að halda áfram rannsóknum sínum á komandi árum. Hér verða nú nefndar tvær mikilvægar ástæður fyrir því að nota rakatæki.
Rakatæki mikilvæg ef loftræsting er ekki góð
Spurningin er: Veita rakatæki vernd gegn kórónuveirunni? Erfitt er að svara þessari spurningu því að margar rannsóknir birtast stöðugt um kórónuveiruna og erfitt er að henda reiður á öllu því sem þar er sagt. Háskólinn í Stuttgart í Þýskalandi komst að því í rannsókn, sem þar var gerð, að áhrifaríkast í baráttunni við COVID- 19 er að bera grímu og hafa góða loftræstingu. Ef loftræsting er ekki góð veitir rakatæki viðbótarvörn gegn veirunni. Til að skilja kórónuveiruna sem best verða vísindamenn um allan heim að halda áfram rannsóknum sínum á komandi árum. Hér verða nú nefndar tvær mikilvægar ástæður fyrir því að nota rakatæki.
Færri veirur á yfirborði við 50% rakastig
Vísindamenn hjá háskólanum í Karólínu í Bandaríkjunum hafa gert ítarlegar rannsóknir á SARS-veirunni og hegðun hennar á yfirborði Þeir komust að því að veirustyrkur á yfirborði við 20° C og 50% rakastig fer niður fyrir 1% eftir tvo daga. Í umhverfi, þar sem rakastig er verulega lægra eða mun hærra en þetta kjörrakastig (t.d. 20% eða 80%), reynist styrkur veirunnar verulega hærri. Af þessari rannsókn má læra að gagnlegt er að miða við að halda rakastigi innan húss á milli 40 og 60%. Það dregur verulega úr veirumagninu.
Athugið vel! Rannsókn þessi var framkvæmd út frá SARS-CoV-veirunni – ekki núverandi SARS-CoV-2-veiru. Hins vegar, að sögn vísindamanna, virðast þessar veirur hegða sér að svipaðan hátt. Þess vegna er mjög líklegt að niðurstöður rannsóknarinnar eigi einnig við um þá veiru sem allir eru að kljást við nú. Lesa nánar.
Hegðun veirunnar í lofti við kjörrakastig
Venjulega svífa veirur ekki aðeins í loftinu heldur festast þær einnig við fínustu vatnsdropaagnir. Þær geta verið á lofti í þó nokkurn tíma en þá er sýkingarhættamjög mikil. Agnirnar hegða sér ólíkt eftir því hvort loftið er þurrt eða rakt. Í þurru lofti eru þær léttari og hanga því lengur í loftinu. Rakar og þar með þyngri agnir falla hraðar til jarðar eða á annað yfirborð þar sem þær valda minni skaða. Þegar rakastigið er nálægt kjörrakastigi má því draga úr líkum á því að menn komist í snertingu við veiruna.
Ætti ég að kaupa rakatæki til að vernda mig gegn kórónuveirunni?
Samkvæmt þeim tveimur atriðum, sem nefnd voru hér að framan, getur notkun rakatækis að einhverju leyti dregið úr líkum á því að menn komist í snertingu við kórónuveiruna. Mikilvægastar eru þó alltaf þær varnarráðstafanir sem líkami okkar veitir sjálfur (t.d. slímhúðin). Ónæmiskerfið starfar best við kjörrakastig sem þýðir að rakastig á milli 40 til 60% styrkir það og við það eflast varnir líkama okkar gegn óæskilegum utanaðkomandi áhrifum.
Hvernig er rakastig mælt?
Eins og áður hefur verið tilgreint er best að rakastig sé á milli 40 til 60%. En hvernig mælum við raka heima hjá okkur? Skoðaðu myndbandið til að fræðast um það.