Loka leit

Stadler Form

Tíu ástæður til að fá sér rakatæki

Tíu ástæður til að fá sér rakatæki

1. Betri heilsa

Yfir köldu mánuðina þurfum við oft að þola þurra slímhúð, hálsbólgu, hósta og stíflað nef – eða í öfgatilvikum jafnvel blóðnasir. Slímhúð okkar þarfnast tiltekins raka til að koma í veg fyrir bólgur. Með nægjanlegri rakavirkni vinnur slímhúð okkar sem hindrun fyrir sýkla. Af þeim sökum þarf að bæta rakann með gufu svo að rakastigið aukist. Ef rakastig er lágt er álag á ónæmiskerfi okkar meira en þegar rakastigið er eins og það verður best. Að auki lifa veirur oft lengur í þurru lofti en í herbergjum þar sem kjörrakastig ríkir.

Skoða rakatæki

stadler-form-blog-reasons-humidifier-children-sleeping_jpg

2. Betri svefn

Ef inniloft er ekki nógu rakt getur það valdið eirðarleysi í svefni. Ef rakinn er undir 40% veldur það meira álagi á líkama okkar en ef rakagildið er um 50%. Ef rakinn er réttur getur líkaminn slakað á. Börn og ungbörn eru næm fyrir ójafnvægi og of þurru innilofti. Nota má rakatæki til að auka rakastigið og tryggja þannig betri svefn. Þegar kvef eða flensa þjakar fólk getur rétt rakastig losað um nefstíflur og mildað hósta og þar með bætt svefninn.

Skoða rakatæki

3. Betri öndun

Flestir sem þjást af ofnæmi taka sannarlega eftir því þegar frjókorn fylla loftið, einkum í sumarlok. Inni í húsum stuðlar ófullnægjandi raki að því við þess háttar aðstæður að ógnarfjöldi slíkra smárra agna getur dreifst um loftið. Með auknum raka binst svifrykið auðveldar saman, verður þyngra og fellur til jarðar. Þar með fækkar þessum ertandi ögnum í loftinu og fólki líður betur.

Skoða rakatæki

4. Minni hrotur

Við þurfum öll að fá nægan svefn til að halda heilsu. Ef hins vegar maki, annar í fjölskyldunni, herbergisfélagi eða jafnvel nágranni hrýtur, getur það truflað svefninn verulega. Hrotur fólks þyngjast þegar það þjáist af kvefi sem gerir öndunina erfiðari. Notkun rakatækis tryggir nægilegan raka í svefnherberginu og hjálpar þar með til við að hreinsa öndunarveginn. Þetta getur leyst hrotuvanda sumra á varanlega hátt.

Skoða rakatæki

5. Betri sjón

Kláði, brennandi eða klístruð augu á veturna eru merki um of lágt rakastig. Ef yfirborð augnanna verður mjög þurrt veldur það oft og tíðum umtalsverðum óþægindum. Til lengri tíma litið getur ófullnægjandi raki valdið varanlegum augnskemmdum og sjónskerðingu. Rakatæki veitir skjóta og skilvirka lausn á þessum vanda. Ef loftraki er aukinn verður oftast vandræðalaust að blikka augunum. Þeir sem nota linsur njóta sérstaklega góðs af réttu rakastigi innan dyra.

Skoða rakatæki

c975a28c-e9a0-4e79-a5e8-6acde54087d6_stadler-form-blog-reasons-humidifier-woman-healty-skin_jpg_png

6. Fallegri húð

Húð okkar þarfnast stöðugs raka. Auk notkunar á viðeigandi snyrtivörum er heilsusamlegt inniloft nauðsynlegt til að halda húðinni þéttri og heilbrigðri. Ef löngum tíma er eytt í slæmu innilofti fær húðin ekki þann raka sem hún þarfnast og verður því þurr.

Skoða rakatæki

7. Blómlegri plöntur

Jarðvegur er duglegur að geyma vatn. Ef inniraki er of lágur stelur loftið viðbótarraka úr moldinni sem stofuplönturnar þrífast í. Þetta ferli tekur sem sagt bráðnauðsynlegt vatn frá plöntunum sem geta þornað fljótt upp. Að nota rakatæki til að auka hlutfallslegan raka gagnast ekki aðeins heilsu okkar heldur einnig plöntunum okkar.

Skoða rakatæki

8. Raki fyrir húsgögn, parkett og málverk

Ef rakastig innan húss er of lágt bitnar það til dæmis á viðarhúsgögnum, veggjum og gólfefni því að þangað er viðbótarrakinn þá sóttur. Fyrir vikið geta þessir hlutir með tímanum sprungið og orðið stökkir. Auk þess geta til að mynda málverk og aðrir viðarhlutir skemmst þegar raki er ekki nægur. Því er nauðsynlegt að halda réttu rakastigi innan veggja heimilisins.

Skoða rakatæki

stadler-form-eva-humidifier-black-lifestyle1_jpg

9. Hljóðfæri

Viðarhljóðfæri, eins og píanó, gítarar og fiðlur, eru afar viðkvæm fyrir sveiflukenndum herbergisraka. Rakatæki heldur á hinn bóginn jöfnum raka í herberginu og sér þar með um að verja hljóðfæri og halda þeim vel stilltum og í góðu ástandi.

Skoða rakatæki

10. Stöðurafmagn

Ef nægur raki er í loftinu minnka líkur þess að hlutir dragi að sér rafeindir í umtalsverðu magni og stöðurafmagn myndist. Flestir þekkja þau óþægindi sem stafað geta af miklu stöðurafmagni.

Skoða rakatæki