Loka leit
studioLine

Stórglæsileg og vönduð tæki frá Siemens

Hugmyndin með studioLine er að bjóða úrval glæsilegra tæka sem gera matreiðsluna sérlega þægilega og ánægjuríka. Og um leið eru þau að sjálfsögðu búin allra nýjustu tækni. Siemens hefur með þessu hannað úrvalstæki þar sem gott jafnvægi ríkir á milli nýjunga og stílhreinnar hönnunar sem er óháð tíð og tíma. Og viðskiptavinurinn fær það sem hann býst við þegar hann kaupir úrvalstæki í eldhúsið: margvíslegar ráðleggingar, góða þjónustu og öryggi.

Einstök hönnun

Allar studioLine-vörurnar hafa samræmda fágaða hönnun. Dökka brúnin, stóra handfangið og djúpa svarta glerhurðin vekja strax þá tilfinningu að hér sé einstakur gæðabúnaður á ferð. Með smekklegri og vandaðri innréttingu að auki verður eldhúsið glæsilegur draumastaður. Og matreiðslan auðveld því að tækin eru búin framtíðartækni eins og varioSpeed og ýmsum sjálfvirkum kerfum. Það verður algjör draumur að fá gesti í heimsókn og bjóða þeim kræsilega rétti við kertaljós og notalega tónlist.

freeInduction Plus

Nú má færa potta og pönnur fram og aftur á helluborðinu að vild og alltaf er kynt vel undir. Þar kemur nýja studioLine freeInduction Plus-spanhelluborðið til sögunnar. Þægilegra verður það varla, möguleikarnir nánast takmarkalausir.

Margir kostir

Svart stál

Hreinar línur og stílhreinn litur. Djúpa svarta glerhlífin passar nákvæmlega við hina hönnunarþættina og ljær tækjunum samræmt yfirbragð.

emotionLight Pro

Með emotionLight Pro má laga lýsingu viftunnar að þörfum hvers og eins.

flexInduction Plus

Pottar og pönnur eru misjöfn að stærð og lögun og stundum erfitt að koma þeim fyrir á fyrirfram skilgreindum eldunarsvæðum. Með flexInduction Plus er málið leyst. Ef farið er út fyrir svæðið bætist sjálfkrafa við auka-eldunarsvæði svo að ílátið hitnar alls staðar jafnt. Ja, segðu!

Dirfskufull hönnun fyrir glæsileg heimili

Aðalsmerki studioLine er notkun tiltekinna lína sem veita öllu vöruúrvalinu samræmt yfirbragð. Hágæða efnisvalið er sannkallaður lúxus og alltaf jafn-gaman og notalegt að strjúka yfir tækin. Litirnir grípa augað án þess að virka truflandi á neinn hátt. Með þessu öllu verður eldhúsið vissulega miðdepill heimilisins. blackSteel-hönnunin (svart stál) prýðir staðsetningu sína og sannfærir meðal aðlaðandi samsetningu af svörtu og stáli.studioLine-hönnunin er margverðlaunuð og hittir beint í mark hjá þeim sem sækjast eftir sérstökum eldhústækjum sem gera heimilið að enn betri stað.