Loka leit

Gaggenau

Gaggenau

Fágun

340 ára reynsla í vinnslu málma er afrek sem fáir geta státað sig af. Þessi velgengni er hafin yfir tíma, fjarlægðir og menningarstrauma. Gaggenau var stofnað árið 1683 og fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins voru naglar.

Gaggenau framleiðir nú hágæða heimilistæki og skarar fram úr í hönnun, tækni og efnisnotkun.

Velgengni Gaggenau er byggð á tækniþróun og skýru hönnunarmáli ásamt afbragðs virkni tækjanna. Gaggenau hefur verið dótturfyrirtæki BSH Hausgeräte GmbH í München frá árinu 1995 og starfar nú í rúmlega 50 löndum með 21 flaggskip í helstu borgum um allan heim.

Úrval

Heimilistækin frá Gaggenau skara fram úr í hönnun, tækni og efnisnotkun. Um er að ræða bakstursofnahelluborðgufugleypainnbyggðar kaffivélarkæli- og frystitæki og uppþvottavélar.

Tvær heimilislínur eru fáanlegar: 400-línan og 200-línan. Öll tækin fást í fjölbreyttum útgáfum.

Sams konar ofnar eru til að mynda afgreiddir í fimm mismunandi litum, með hægri eða vinstri opnun og ýmist með stjórnborðið uppi eða niðri, allt eftir því hvernig ofninum er komið fyrir í eldhúsinu og eftir þörfum viðskiptavina. Tækjunum má raða saman á marga vegu ef rýmið er nægjanlegt. Til dæmis má raða saman gashelluborði, spanhellum, grilli og jafnvel djúpsteikingarpotti, innbyggðri kaffivél, ofni og svo framvegis.

Allar vörur Gaggenau þarf að sérpanta. Við erum með sýningarsal í verslun okkar að Nóatúni 4 og einnig ítarlega bæklinga með öllum tækniupplýsingum og teikningum. Möguleikarnir eru margir og þeim má raða saman eftir óskum og þörfum.

Mjög áhugaverð Gaggenau-verkefni

Gaggenau deilir hér fjölmörgum skemmtilegum og stórfallegum verkefnum þar sem hin glæsilega og tímalausa hönnun Gaggenau-tækjanna fær svo sannarlega að njóta sín í fjölbreyttum eldhúsum. Og sjáið þið húsin!

Samsetningar af Vario kælitækjum

5b95e16d-c028-41e9-bfc5-5a381bed4e65_gaggenau_vario1_webp
Vario 400 kæli- og frystiskápur, í samsetningu með vínkæli með handfangi
d6261531-a228-4553-8fd3-7847677798e7_gaggenau_400_kaeli_webp
Vario kæli- og frystiskápur hlið við hlið. Vínkælir á endanum (án handfanga)

Hönnun

Einfaldleiki, þægindi og gæði einkenna hönnun Gaggenau. Hönnuðir tækjanna fara ótroðnar slóðir og eru virkni, eiginleikar og útlit tækjanna ákvörðuð í samráði við heimsklassa matreiðslumeistara.

Helsta markmið Gaggenau er að hanna eldhústæki þannig gerð að allir notendur þeirra eigi auðvelt með að nýta sér kosti þeirra og möguleika. Því geta allir eldað með Gaggenau og fengið úrvalsmat með lítilli fyrirhöfn, hratt og örugglega.

Vörurnar frá Gaggenau eru í stöðugri þróun. Og útlitið verður sífellt glæsilegra. Þær eru ófáar uppfinningarnar sem Gaggenau hefur komið með fyrst fram á markaðinn og þykja nú sjálfsagðar. Hjá Gaggenau var fyrsti veggofninn hannaður sem og fyrsti blástursofninn. Gaggenau varð fyrst til að kynna hægri og vinstri opnun á bakstursofnum til að auðvelda aðgengi og fyrsti 90 sm veggofninn var frá Gaggenau. Hjá Gaggenau var sjálfhreinsun með brennslu fundin upp og þróuð en hún auðveldar þrif á ofnum til muna og sparar tíma. Gaggenau kom einnig fyrst á markað með gufuofna handa almenningi og þannig mætti lengi telja. Hér fer reynsla og nýsköpun saman.

Nýjungar

Helluborð með innbyggðri viftu er nýjung frá Gaggenau. Fjórar hellur eru í borðinu og tvær raufar á milli þeirra sem soga til sín allt að 89% af matarlyktinni og sía út olíu og gufu. Síuna er auðvelt að þrífa. Innbyggður nemi stillir viftuna sjálfkrafa svo að sá sem eldar matinn getur einbeitt sér enn frekar að matargerðinni. Ef óhöpp verða sjá sérstakar leiðslur inni í viftunni um að leiða vatn og annað, sem sýður upp úr pottum, í ílát sem tekur við allt að einum lítra af vökva. Einfalt er að losa þetta ílát og hreinsa það.

Hönnunarteymið hjá Gaggenau hugsar fyrir öllu, sem sést kannski einna best á stillingarhnappnum á helluborðinu, sem má einfaldlega fjarlægja sökum þess að hann er festur á borðið með segli. Þetta tryggir öryggi í kringum börn sem eiga það til að fikta í hlutum sem þau mega ekki snerta. Einnig er með því móti töluvert einfaldara að þrífa helluborðið. Þá er jafnframt í boði nýr hnappur í svörtu stáli fyrir þá sem vilja hafa útlitið enn stílhreinna.

Espressó-kaffivélar

Gaggenau hefur framleitt innbyggðar espressókaffivélar um árabil.

Nýjustu vélarnar eru tengdar beint í vatn og frárennsli svo að segja má að fólk sé þannig með eigin kaffibar heima hjá sér. Þá er baunahólfið einnig losanlegt og hægt að eiga fleiri en eitt box fyrir ólíkar tegundir bauna og skipta um eftir því hvernig kaffi menn vilja fá sér.

Þegar nýtt hólf er sett í vélina spyr hún hvort um sé að ræða sömu kaffitegund og síðast var notuð eða nýja tegund. Ef svarið er ný tegund hreinsar vélin út það sem fyrir er svo að næsta uppáhelling með nýju baunum verður eins og best verður á kosið.

Aðalsmerki Gaggenau

Árið 2017 endurhannaði Gaggenau eitt af aðalsmerkjum sínum, 90 sm EB 374-ofninn, sem hefur einkennt Gaggenau síðan hann var fyrst framleiddur fyrir 30 árum. Frá þeim tíma hefur ofninn átt sér óteljandi aðdáendur, bæði lærða matreiðslumeistara og áhugakokka á heimilum. Nýja útgáfan kallast EB 333 og er hreint út sagt stórglæsileg með þriggja millimetra þykkri, ósamsettri og ryðfrírri stálplötu sem gefur ofninum stílhreint og faglegt yfirbragð. Þetta nýja og smekklega eldhústæki viðheldur bæði gæðastimpli upprunalega Gaggenau-ofnsins jafnframt því að innihalda nýjustu tækni og aukna gæðastaðla vörumerkisins. Í þessum eðalgrip sameinast því fortíð og framtíð Gaggenau-merkisins. Með Gaggenau helst hjarta heimilisins áfram í eldhúsinu og sálina finnum við í EB 333.

Verið velkomin í heimsókn

Gaggenau heimilistækin fást hjá Smith & Norland.

Verið velkomin í heimsókn í sýningarsal okkar, Nóatúni 4.

Ítarlegri upplýsingar: