Klæðanlegur kæli- og frystiskápur, Siemens, iQ500
Neysla og afköst
Orkuflokkur E. Raforkunotkun á ári: 207 kwst.
Hljóð: 36 dB (re 1 pW).
Hönnun og þægindi
Rafeindastýring.
freshSense: Jafnt hitastig tryggt með rafeindaskynjun.
Sérlega björt LED-lýsing.
Breytileg hurðaropnun.
Hljóð- og ljósviðvörun ef hitastig fer niður fyrir ákveðið gildi.
Kælir
Nýtanlegt kælirými samtals 209 lítrar.
Fimm hillur með öryggisgleri, þar af fjórar færanlegar.
Ein hilla á útdragsbraut (easyAccess).
hyperFresh plus-skúffa fyrir grænmeti og ávexti sem tryggir ferskleika lengur.
Hraðkæling með sjálfvirkri endurstillingu.
Frystir
Nýtanlegt rými: 61 lítrar.
lowFrost-tækni.
Fjarlægjanleg glerhilla (varioZone).
Frystigeta: 7 kg/24 klst.
Geymslutími við straumrof: 26 klst.
Tvær gegnsæjar frystiskúffur, þar af ein stór (bigBox).
Hraðfrysting með sjálfvirkri endurstillingu.
Innbyggingarmál (h x b x d): 177,5 x 56 x 55 sm.
Í „hyperFresh“-skúffunni má stilla rakastigið með rennisleða. Rétt rakastig heldur innihaldi skúffunnar fersku í lengri tíma, hvort sem það er spergilkál, bláber eða lambhagasalat.
bigBox er há skúffa sem hentar vel fyrir stórar frystivörur, t.d. heilt lambalæri, nokkrar frosnar pítsur eða stórt ílát fullt af berjum. Ef þörf er á enn meira plássi, má yfirleitt í skápum frá Siemens taka út allar hillur og skúffur mjög auðveldlega.
Allar hillurnar eru gerðar úr mjög sterku öryggisgleri sem er auðvelt að þrífa. Ef ílát með vökva veltur um koll, kemur hönnunin á hillunum í veg fyrir að það sullist niður á næstu hillur fyrir neðan.
Útdraganlegar hillur sem auðvelt er að taka út, færa og þrífa.
„freshSense“ tæknin sér um að jafna hitastigið í skápnum með sérstökum skynjurum. Þannig helst matvaran ferskari, lengur.
Aflangir LED-ljósgjafar varpa þægilegri birtu á innihald kæliskápsins.
Þrýstu á hraðkælingarhnappinn („superCooling“) til að koma hitastiginu hratt niður í +2 °C. Gagnast vel þegar halda á mat sem er inni í skápnum kældum þegar ókældum mat er komið fyrir í skápnum.
studioLine. Einstök tæki frá Siemens.
Hugmyndafræðin að baki studioLine er að bjóða upp á úrval af glæsilegum vörum með allra nýjustu tækni.
Siemens hefur þróað úrvalsvörur handa þeim sem vilja hárnákvæmt jafnvægi á milli nýsköpunar og stílhreinnar, tímalausrar hönnunar.