Uppþvottavél alklæðanleg, Siemens, iQ500
Alklæðanleg.
Orkuflokkur B.
Raforkunotkun miðað við Eco kerfi: 65 kwst. (100 þvottar).
Vatnsnotkun miðað við Eco kerfi: 9,0 lítrar.
14 manna.
Hljóð: 40 dB.
Home Connect: Wi-Fi.
Sjö uppþvottakerfi: Sjálfvirkt öflugt 65 - 75° C, sjálfvirkt kerfi 45 - 65° C, sjálfvirkt vægt 35 – 45° C, Eco 50° C, hraðkerfi 60° C (klukkustund), snjallkerfi, eftirlætiskerfi og forskolun.
Eftirlætiskerfi.
Fimm sérkerfi: Home Connect (Wi-Fi), kraftþvottur á neðri grind, öflugra kerfi gegn bakteríum og tímastytting þvottakerfa.
„Zeolith®“-þurrkun: Einstaklega áhrifarík þurrkun.
Sérkerfi til að hreinsa vélina.
„Silence on Demand“ með Home Connect.
Sérstakt hólf fyrir þvottatöflur.
iQdrive: Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor.
Hnífaparaskúffa.
Hæðarstillanleg efri grind.
Ljós inni í vélinni („emotionLight Pro“).
Snertihnappar (svartir).
Afgangstími kerfa lýsir í gólf („timeLight“).
Tímaseinkun: 1 til 24 klst.
„aquaStop“-flæðivörn.
„easyGlide“: Léttrúllandi hjól á báðum grindum.
„Rack Stopper“ kemur í veg fyrir að neðri grind renni of langt fram.
Skynjarar: Vatnsskynjari sem mælir óhreinindastig vatnsins („aquaSensor“) og magnskynjari.
Mál (h x b x d): 815 x 598 x 550 mm.
Innbyggingarmál (h x b x d): 815 - 875 x 600 x 550 mm.
studioLine. Einstök tæki frá Siemens.
Hugmyndafræðin að baki studioLine er að bjóða upp á úrval af glæsilegum vörum með allra nýjustu tækni.
Siemens hefur þróað úrvalsvörur handa þeim sem vilja hárnákvæmt jafnvægi á milli nýsköpunar og stílhreinnar, tímalausrar hönnunar.

aquaStop kemur í veg fyrir vatnstjón, bæði af völdum leka í vélinni og leka frá slöngu sem tengist vélinni. Öryggið er tryggt allan endingartíma vélarinnar.

Þvottatöflur leysast hratt og örugglega upp í hólfinu. Vélin nýtir sér úðarakerfið til að dreifa jafnt úr þvottaefninu og tryggir þannig góðan þvott alls staðar í vélinni.

Núna er sérstaklega þægilegt að draga grindurnar inn og út með nýju easyGlide-hjólunum. Nú skiptir engu hvort grindurnar séu tómar eða fullar.

Tvö LED-ljós í lofti vélarinnar varpa þægilegri blárri birtu inn í vélina og lýsa upp leirtauið. Ljósið kviknar sjálfkrafa þegar vélardyrnar eru opnaðar og slokknar þegar dyrnar lokast.

Hæð efri grindarinnar má stilla á þrjá vegu, jafnvel þó að hún sé full af leirtaui. Þetta auðveldar manni að fylla og tæma vélina, sérstaklega þegar koma á fyrir pottum og pönnum.

Með nýrri hönnun og sérhönnuð hjól með stöðvunaraðgerð tryggja það að neðri grindin renni á öruggan hátt. Nú getur þú ekki dregið grindina of langt út.

„timeLight“: Upplýsingar um afgangstími lýsir á gólf, framgangur þvottakerfis, villuboð o.fl.

Hnífaparaskúffunni er komið fyrir efst í vélinni. Lögun hennar gerir ráð fyrir að í hana fari ekki eingöngu hnífapör heldur einnig espressóbollar og ýmis stærri eldhúsáhöld, t.d. skurðhnífar, spaðar og salatskeiðar.

Með því að þrýsta á varioSpeed Plus-hnappinn má stytta þvottatímann um allt að 66%. Styttur tími birtist þá á skjá stjórnborðsins. Á hvorki við um forskolun né hraðkerfi.

Zeolith®-þurrkun nýtir einstaka eiginleika seólíta til að draga í sig raka og skila varmaorku tilbaka. Með því verður innihald vélarinnar skraufþurrt og þurrkunin um leið umhverfisvænni.
