Uppþvottavél, Siemens, iQ500
Hvít.
Orkuflokkur B.
Raforkunotkun miðað við Eco kerfi: 65 kwst. (100 þvottar).
Vatnsnotkun miðað við Eco kerfi: 9,0 lítrar á hvern þvott.
14 manna.
Hljóð: 40 dB (re 1 pW).
Átta kerfi: Öflugt 70° C, sjálfvirkt kerfi 45-65° C, Eco 50° C, klukkustundarkerfi 60° C, hraðkerfi 45° C, glitrandi hreint (brilliantShine), hljóðlátt kerfi og eftirlætiskerfi.
Fjórar séraðgerðir: Home Connect, skínandi þurrt, tímastytting þvottakerfa („varioSpeed Plus“) og kraftþvottur á neðri grind.
Zeolith®-þurrkun.
Ljós inni í vél (emotionLight).
Vatnsstútar fyrir vínglös („glassZone“).
Forskolun.
Hreinsikerfi til að þrífa vélina.
Tímasetningu á gangsetningu: 1 - 24 klst.
Hnífaparaskúffa.
Niðurfellanlegar diskaraðir í neðri grind.
Hæðarstillanleg efri grind, þrjár stillingar.
Sérstakt hólf fyrir þvottatöflur.
iQdrive: Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor.
Skynjarar: Vatnsskynjari sem mælir óhreinindastig vatnsins („aquaSensor“) og magnskynjari.
„aquaStop®“-flæðivörn.
Barnalæsing, stjórnborð.
Mál (h x b x d): 815 x 598 x 573 mm.
Innbyggingarmál (h x b x d): 815 - 875 x 600 x 550 mm.
aquaStop kemur í veg fyrir vatnstjón, bæði af völdum leka í vélinni og leka frá slöngu sem tengist vélinni. Öryggið er tryggt allan endingartíma vélarinnar.

Þvottatöflur leysast hratt og örugglega upp í hólfinu. Vélin nýtir sér úðarakerfið til að dreifa jafnt úr þvottaefninu og tryggir þannig góðan þvott alls staðar í vélinni.

Tvö LED-ljós í lofti vélarinnar varpa þægilegri blárri birtu inn í vélina og lýsa upp leirtauið. Ljósið kviknar sjálfkrafa þegar vélardyrnar eru opnaðar og slokknar þegar dyrnar lokast.

glassZone þvottakerfið er hannað sérstaklega til að þvo viðkvæmar glervörur. Sex stútar tryggja góðan og mildan þvott á viðkvæmum glösum án þess að hætta sé á að þau eyðileggist.

Hæð efri grindarinnar má stilla á þrjá vegu, jafnvel þó að hún sé full af leirtaui. Þetta auðveldar manni að fylla og tæma vélina, sérstaklega þegar koma á fyrir pottum og pönnum.

Með nýrri hönnun og sérhönnuð hjól með stöðvunaraðgerð tryggja það að neðri grindin renni á öruggan hátt. Nú getur þú ekki dregið grindina of langt út.

Hnífaparaskúffunni er komið fyrir efst í vélinni. Lögun hennar gerir ráð fyrir að í hana fari ekki eingöngu hnífapör heldur einnig espressóbollar og ýmis stærri eldhúsáhöld, t.d. skurðhnífar, spaðar og salatskeiðar.

Með því að þrýsta á varioSpeed Plus-hnappinn má stytta þvottatímann um allt að 66%. Styttur tími birtist þá á skjá stjórnborðsins. Á hvorki við um forskolun né hraðkerfi.

Zeolith®-þurrkun nýtir einstaka eiginleika seólíta til að draga í sig raka og skila varmaorku tilbaka. Með því verður innihald vélarinnar skraufþurrt og þurrkunin um leið umhverfisvænni.
