Ný þvottavél og nýr þurrkari frá Siemens á frábæru kynningarverði
Þvottavél
Með 9 kg tromlu og öflugum 1400 snúningum á mínútu í vindingu tekur þessi vél mjög vel á því sem þú skutlar í hana, allt frá viðkvæmri ull til útifatnaðar eftir ærlegan íslenskan storm.
Hún skammtar meira að segja þvottaefnið sjálf með i-Dos, smartFinish sér síðan um að minnka krumpur á jakkafötum, skyrtum og blússum. Sérstakt blettakerfi lætur blettina hverfa eins og dögg fyrir sólu. Með varioSpeed þvær þessi úrvals þvottavél á aðeins 15 mínútum með afbragðs árangri. waveDrum tromlan gælir við þvottinn og fer einstaklega vel með hann. Þú setur í vélina og velur kerfi – hún sér um afganginn.
Tilboðsverð: 109.900 kr.
Fullt verð: 149.900 kr.
Þurrkari
Þessi 9 kg þurrkari er ekki bara stór og sterkur heldur er hann einnig snjall. Með sjálfhreinsandi rakaþétti sér hann sjálfur um þrifin og viðhaldið minnkar til muna. Með rafneindastýrðri rakaskynjun verður ekkert ofþurrkað, krumpað eða hálfþurrt heldur alltaf eins og það á að vera í hvert einstakt skipti.
Fjöldinn allur af sérkerfum er í boði, allt frá skyrtum og blússum til handklæða og útifatnaðar. Hraðkerfið tekur svo aðeins 40 mínútur. Inni í tromlunni er LED-lýsing sem lýsir allt upp - jafnvel sokkana sem þú hélst að væri týndir að eilífu.
Tilboðsverð: 139.900 kr.
Fullt verð: 189.900 kr.
Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði.
Vörur
Gildir til og með 21. ágúst 2025 eða á meðan birgðir endast.