NEFF-heimilistæki
NEFF-heimilistækin eru þýsk gæðatæki þar sem hönnunin hefur verið sett á oddinn. Ef þú hefur brennandi áhuga á öllu því sem snýr að matreiðslu og bakstri skaltu gefa þessum tækjum gaum. Ofnarnir eru sneisafullir af margvíslegum eiginleikum sem gera matargerðina nánast draumkennda. Ef þig vantar innbyggðan ofn - bakstursofn, gufuofn og/eða örbylgjuofn – er NEFF með þér í liði og færir þér lausnina inn í eldhúsið þitt.
NEFF-ofnarnir eru þekktastir fyrir Slide & Hide® ofnhurðina sem hverfur undir ofninn þegar hún er opnuð og Flex Design þar sem má velja liti á hliðarlista ofnsins og handfang sem hentar þér.
Slide & Hide – endurhönnun á bakstursofnum
Nú kynnum við Slide & Hide® sem er stórmögnuð nýjung í NEFF bakstursofnunum. Með þessum nýstárlega eiginleika rennur ofnhurðin lipulega niður og hverfur síðan undir ofninn. Við blasir innra rými hans ótruflað af hurðinni. Yfirsýnin batnar til muna og upplifunin af eldamennskunni kemst í hæstu hæðir.
Slide & Hide® myndband
Flex Design myndband
Flex Design er lausn sem gerir þér kleift að breyta útliti innbyggðra eldunartækja frá NEFF með því að skipta um handfang og hliðarlista. Fjórir litir eru í boði og síðan getur þú alltaf breytt um stíl í framtíðinni ef þig langar til þess - án þess að kaupa ný tæki.
Fáanlegir litir
Bronslitaður (Brushed Bronze)
Svartur (Deep Black)
Silfurlitaður (Metallic Silver)
Steingrár (Anthracite Grey)