Veggofn með gufu, Siemens, iQ700
Orkuflokkur | A+ |
Litur | Svartur |
Ofnrými | 71 lítrar |
Brennslusjálfhreinsun | Nei |
TFT-skjár | Já |
Mjúkopnun og -lokun („softMove“) | Já |
Matreiðslutillögur | Já |
Með gufuaðgerð | Já |
4D-blástur | Já |
Kjöthitamælir | Já |
Vörumerki | Siemens |
studioLine | Nei |
Þegar eldað er með 4D heitum blæstri skiptir engu máli hvort maturinn er staðsettur uppi eða niðri í ofninum. Nýstárleg viftutækni sér um að dreifa hitanum á snjallan hátt um ofnrýmið, og tryggir alltaf góða útkomu.

Með „cookControl Plus“ stillir þú inn réttinn og þyngdina og ofninn sér um að velja fullkomna stillingu fyrir þig!

„coolStart“-aðgerðin hitar ofninn í 175° C á innan við 5 mínútum. Kjörin stilling þegar hita skal frosinn mat á skömmum tíma. Ekki þarf að forhita ofninn áður en matnum er stungið inn - sparar bæði orku og tíma.

Klæðningin tryggir áreynslulausa hreinsun. Sérstök húð á bakhlið ofnsins brýtur niður óhreinindi meðan þú bakar eða steikir.

Með „humidClean Plus“ er þrif á ofninum þínum enn auðveldari. Bætið einfaldlega dropa af uppþvottaefni í 400 ml af vatni. Hellið blöndunni í miðjuna á botn ofnsins. Gætið þess að ofninn sé kaldur. Stillið á hreinsikerfið „humidClean Plus“ og látið ofninn sjá um rest. Þegar kerfinu er lokið má auðveldlega fjarlægja óhreinindin með klút, bréfþurrku eða mjúkum bursta.

Stökkari og safaríkari matreiðsla með viðbættum gufuskotum með „pulseSteam“.
Þrír mismunandi styrkleikar hjálpa þér að elda úrval rétta eins og best verður á kosið. Gufuskotum er bætt við hefðbundnar hitunaraðgerðir. Yfirborð matvælanna stökt og um leið safaríkt að innan. Einnig tilvalið að nota til að hita upp mat.

Þrír hitanemar gefa þér nákvæmar og traustverðar mælingar á hitastigi kjötsins. Mælirinn hentar fyrir alls kyns (kjöt)rétti. Má einnig nota í örbylgju- og gufustillingu.

Mjúkopnun og mjúklokun. Dempunarbúnaður tryggir að hurðin opnast og lokast varlega.
TFT-snertiskjárinn einfaldar val á ofnaaðgerðum. Læsilegur frá öllum hliðum.
Notendavænn TFT snertiskjárinn leiðir þig áfram skref fyrir skref með texta, myndum og hnöppum.
