Í „hyperFresh“-skúffunni má stilla rakastigið með rennisleða. Rétt rakastig heldur innihaldi skúffunnar fersku í lengri tíma, hvort sem það er spergilkál, bláber eða lambhagasalat.
Kemur í veg fyrir að flöskurnar rúlli um ísskápinn. Traustur og úr ryðfríu stáli. Má fjarlægja.
Með noFrost tækninni er affrysting óþörf.
Með noFrost tækninni er rakinn leiddur út úr frystinum. Niðurstaðan - þurrt loft. Þetta kemur í veg fyrir að ís og klaki myndist innan í rýminu og sest á matinn.
Allar hillurnar eru gerðar úr mjög sterku öryggisgleri sem er auðvelt að þrífa. Ef ílát með vökva veltur um koll, kemur hönnunin á hillunum í veg fyrir að það sullist niður á næstu hillur fyrir neðan.
LED-perur liggja flatar í veggjum ísskápsins og varpa þægilegri birtu á innihald hans.
studioLine. Einstök tæki frá Siemens.
Hugmyndafræðin að baki studioLine er að bjóða upp á úrval af glæsilegum vörum með allra nýjustu tækni.
Siemens hefur þróað úrvalsvörur handa þeim sem vilja hárnákvæmt jafnvægi á milli nýsköpunar og stílhreinnar, tímalausrar hönnunar.
Neysla og afköst:
Orkuflokkur E.
Raforkunotkun á ári: 238 kWst.
Ein pressa, tvö kælikerfi.
Hönnun og þægindi:
Framhlið úr svörtu stáli („blackSteel“).
LED-lýsing í kælirými.
Kælir:
Nýtanlegt rými: 279 lítrar.
Fimm hillur úr öryggisgleri og þar af fjórar útdraganlegar.
„hyperFresh“-skúffa fyrir grænmeti og ávexti.
„hyperFresh“-skúffa sem henta fyrir kjöt og fisk, sem endast allt að tvisvar sinnum lengur.
Krómaður flöskurekki.
Frystir:
Fjögurra stjarna frystihólf (frost -18° C eða meira): 89 lítra.
„noFrost“-tækni: Affrysting óþörf.
Þrjár gegnsæjar frystiskúffur.
Tæknileg atriði:
Breytileg hurðaropnun.
Stillifætur að framan, hjól að aftan.
Hljóð: 39 dB (re 1 pW).
Mál (h x b x d): 203 x 60 x 66 sm.