Sambyggður baksturs- og örbylgjuofn, Siemens

SECM 833GBB1S
Staðgreitt
264.900
kr.
Til í Nóatúni 4 / vefverslun
Við bjóðum 5 ára ábyrgð á stórum heimilistækjum
Lýsing
Helstu atriði
4D heitur blástur

Þegar eldað er með 4D heitum blæstri skiptir engu máli hvort maturinn er staðsettur uppi eða niðri í ofninum. Nýstárleg viftutækni sér um að dreifa hitanum á snjallan hátt um ofnrýmið, og tryggir alltaf góða útkomu.

Image for 4D heitur blástur
softMove

Mjúkopnun og mjúklokun. Dempunarbúnaður tryggir að hurðin opnast og lokast varlega.

TFT skjár

TFT-snertiskjárinn einfaldar val á ofnaaðgerðum. Læsilegur frá öllum hliðum.

Image for TFT skjár
Tímastytting

Sparið tíma með „varioSpeed“ aðgerðinni.

„varioSpeed“ aðgerðin sameinar hefðbundnar hitunaraðgerðir með örbylgjuaðgerðum og styttir eldurnartímann um allt að 50%.

Án þess að fórna gæðum eða bragði matarins. Frábær eldamennska en bara miklu hraðari.

Image for Tímastytting
studioLine

studioLine. Einstök tæki frá Siemens.

Hugmyndafræðin að baki studioLine er að bjóða upp á úrval af glæsilegum vörum með allra nýjustu tækni.

Siemens hefur þróað úrvalsvörur handa þeim sem vilja hárnákvæmt jafnvægi á milli nýsköpunar og stílhreinnar, tímalausrar hönnunar.

Image for studioLine

Svart stál („blackSteel“).

Ofnrými: 45 lítra.

Sex ofnaðgerðir: 4D-heitur blástur, heitur blástur eco, glóðarsteiking með blæstri, glóðarsteiking með hálfum eða heilum hitagjafa og forhitun á leirtaui.

Hraðhitun.

Hitunaraðferð með örbylgju: Örbylgjurnar má nota stakar eða blanda þeim saman við heitan blástur („varioSpeed“). Allt að 50% tímasparnaður.

Nákvæm hitastýring frá 30 - 275° C.

„Inverter“-tækni: Hraðvirk upphitun.

Mesta strykstig: 900 W.

Hagnýtar ofnaðgerðir: Tillögur að hitastigi, sýnir raunhita inni í ofninum.

Matreiðslutillögur („cookControl“): 14 sjálfvirk kerfi fyrir bakstur og matreiðslu.

TFT-skjár með texta.

Mjúkopnun og -lokun („softMove“).

LED-lýsing.

Hiti á framhlið verður mestur 40° C miðað við ofnaðgerðina yfir- og undirhita á 180° C eftir eina klukkustund.

Ein bökunarplata og ein grind fylgja með.

Tækjamál (h x b x d): 45,5 x 59,4 x 54,8 sm.

Innbyggingarmál (h x b x d): 45-45,5 x 56-56,8 x 55 sm.

Þessi síða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun notenda. Sjá nánar