Uppþvottavél, Bosch, með topplötu
Neysla og árangur:
Orkuflokkur D.
Raforkunotkun miðað við Eco kerfi: 84 kwst. (100 þvottar).
Vatnsnotkun miðað við Eco kerfi: 9,5 lítrar á hvern þvott.
Þvær borðbúnað fyrir 13 manns.
Hljóð: 46 dB (A) re 1 pW.
Hljóð: Hljóðlátt kerfi 44 dB.
Home Connect: Wi-Fi.
Uppþvottakerfi og sérkerfi:
Sex kerfi: Öflugt, sjálfvirkt, Eco, hljóðlátt kerfi, hraðkerfi 65° C og eftirlætiskerfi.
Fjögur sérkerfi: Home Connect, tímastytting þvottakerfa (SpeedPerfectPlus), hálf vél og öflug þurrkun („ExtraDry“).
Forskolun.
Hreinsikerfi fyrir vélina („Machine Care“).
Tímaseinkun á gangsetningu: 1 - 24 klst.
Hönnun og þægindi:
Með topplötu.
Niðurfellanleg diskagrind.
Sérstakt hólf fyrir þvottatöflur.
Hæðarstillanleg efri grind.
Tækni:
EcoSilence Drive: Hljóðlátur mótor.
Skynjarar: Vatnsskynjari og magnskynjari.
Öryggi:
AquaStop vatnsöryggi.
Barnalæsing á stjórnborði.
Mál (h x b x d): 84,5 x 60 x 60 sm
Skynjar vatnsmagn eftir þvottamagni og gerð þvottar. Notar hvorki meira né minna af vatni og orku en þarf til að þvo þvottinn vel.
AquaStop kemur í veg fyrir vatnstjón, bæði af völdum leka í vélinni og leka frá slöngu sem tengist vélinni. Öryggið er tryggt allan endingartíma vélarinnar.
Þvottatöflur leysast hratt og örugglega upp í hólfinu. Vélin nýtir sér úðarakerfið til að dreifa jafnt úr þvottaefninu og tryggir þannig góðan þvott alls staðar í vélinni.
Vélin er knúin áfram af hinum byltingarkennda EcoSilent Drive-mótor sem er hljóðlátur, hraður og skilvirkur. Mótorinn er núningsfrír segulmótor sem skilar betri árangri með minni orkunotkun. Kolalaus og með 10 ára ábyrgð.
Hæð efri grindarinnar má stilla á þrjá vegu, jafnvel þó að hún sé full af leirtaui. Þetta auðveldar manni að fylla og tæma vélina, sérstaklega þegar koma á fyrir pottum og pönnum.
Með því að þrýsta á SpeedPerfect Plus-hnappinn má stytta þvottatímann um allt að 66%. Styttur tími birtist þá á skjá stjórnborðsins. Á hvorki við um forskolun né hraðkerfi.
Hnífaparaskúffunni er komið fyrir efst í vélinni. Lögun hennar gerir ráð fyrir að í hana fari ekki eingöngu hnífapör heldur einnig espressóbollar og ýmis stærri eldhúsáhöld, t.d. skurðhnífar, spaðar og salatskeiðar.