Breytingar á starfsháttum vegna COVID-19
Kæri viðskiptavinur!
Við reynum að beita öllum hugsanlegum ráðum til að vernda okkur, starfsmenn Smith & Norland sem og ykkur, kæru samstarfsaðilar og viðskiptavinir.
Fyrirtækinu hefur verið skipt upp í sóttvarnarsvæði og biðjum við ykkur að virða það ef lokað er fyrir aðgang að þeim.
Aðeins 10 manns mega koma saman í hvert hólf.
Við notum grímur, handspritt og einnota hanska, þvoum okkur um hendur og sótthreinsum sýningartæki, tól og tæki af fremsta megni.
Við minnum á vefverslun okkar á sminor.is og einnig má hafa samband með tölvupósti, símtölum og símafundum.
Raflagnaefnislager
Sími: 520 3001
Netfang: raflager@sminor.is
Opið frá kl. 8 til 17 alla virka daga.
Heimilistækjadeild
Sími: 520 3002
Netfang: verslun@sminor.is
Opið virka daga frá kl. 8.30-18 og á laugardögum frá kl. 11-14.
Þjónustuverkstæði
Sími: 520 3003
Netfang: verkstaedi@sminor.is
Opið mán. til fim. frá kl. 8-17 og fös. frá kl. 8-16.
Vöruafgreiðsla
Vöruafgreiðsla okkar er opin á venjulegum tímum og tökum við á móti vörum og sendum til viðskiptavina. Því miður getum við ekki öryggis vegna afgreitt vörur inn á heimili fólks en setjum þær þess í stað fyrir utan dyr. Þetta á sérstaklega við um heimilistæki.
Pössum vel hvert annað og virðum tveggja metra regluna.
Með vinsemd og virðingu, starfsfólk Smith & Norland.