Öryggis-, stýri- og eftirlitsbúnaður frá Eldes
6. okt. 2021

Öryggis-, stýri- og eftirlitsbúnaður frá Eldes

Við bjóðum öryggis-, stýri- og eftirlitsbúnað frá fyrirtækinu Eldes sem má nota jafnt á heimilum, í sumarhúsum, í fyrirtækjum eða þar sem annars er þörf á góðu eftirliti.

Búnaðurinn vaktar eignina allan sólarhringinn. Um leið og óvelkominn gest ber að garði lætur kerfið tafarlaust vita með SMS-skeyti, hringingu í farsíma og/eða viðvörun í appinu.

Nýjar fjarstýringar

Auðvelt er að bæta við einingum, stækka kerfið og forrita það hvar sem er í veröldinni.

Við vorum að fá á lager fjarstýringar í þremur litum: Svartar, sægrænar og appelsínugular. Fjórir hnappar eru á hverri fjarstýringu. Fjarstýringarnar má forrita á sérstakan máta, t.d. til að virkja næturstillingu, kveikja ljós eða opna hlið. Möguleikarnir eru fjölmargir.

Löggiltur uppsetningaraðili Eldes

Eldes heldur námskeið á netinu þar sem gerast má löggiltur uppsetningaraðili Eldes. Eftir að hafa staðist próf þeirra gildir vottunin í eitt ár. Námskeiðin má taka hvenær sem er, hvar sem er.

Panta má vörur í vefverslun okkar hér á síðunni.

Einnig fást nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 520 3001 eða með því að senda tölvupóst á raflager@sminor.is.

Þessi síða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun notenda. Sjá nánar