Loka leit

Stadler Form

Virkar lofthreinsitæki gegn kórónuveirunni?

Virkar lofthreinsitæki gegn kórónuveirunni?

Virkar lofthreinsitæki gegn kórónuveirunni?

Við höfum öll staðið frammi fyrir kórónuveirunni og áhrifum hennar á heilsu okkar í tvö ár. Auðvitað hefur þetta leitt til spurninga um hvernig við getum varið okkur gegn þessari smitandi veiru. Stadler Form fékk óháðan aðila til að rannsaka Roger lofthreinsitækið og kanna hvort það gæti síað kórónuveiruna úr loftinu. Niðurstöðurnar voru mjög sannfærandi. Öll þrjú lofthreinsitækin úr Roger- fjölskyldunni reyndust draga verulega úr magni SARS-CoV-2-veirunnar í loftinu í stuttan tíma.

Smit í loftinu

Í mörgum tilvikum getur fólk sýkst af SARS-Co-2 veirunni með loftsmiti. Veiruagnir berast út í loftið þegar fólk talar eða hnerrar en líka einfaldlega við öndun. Þær veirur, sem svífa um loftið, geta einnig sest á hvers konar yfirborð eftir tiltekinn tíma. Ef fólk andar að sér veirum, sem ferðast um loftið í kringum það, er smithættan talsverð. Veirumagn í loftinu er jafnan mjög mikið, einkum í lokuðum rýmum með lélegri loftræstingu. Góð loftskipti geta dregið úr veirumagni í stuttan tíma. Á hinn bóginn ætti ekki að nota þessa aðferð eingöngu þar sem hún er ekki sérlega áhrifarík. Auk hinna vel þekktu ráðstafana til að koma í veg fyrir sýkingu – eins og að takmarka félagsleg samskipti, halda fjarlægð, nota andlitsgrímu, þvo hendur reglulega og spritta þær – getur lofthreinsitæki reynst áhrifaríkt. Öflugur lofthreinsibúnaður getur dregið úr útbreiðslu kórónuveirunnar með því að fjarlægja hana að nokkru leyti úr loftinu og þar með minnka styrk hennar og sýkingarhættu.

Roger-lofthreinsitæki prófað

Í þessu myndbandi útskýrir Samuel frá Stadler Form niðurstöður úr prófunum á lofthreinsitækinu Roger með tilliti til SARS-CoV-2 og sýnir hvernig við getum varið okkur gegn kórónuveirunni.

Niðurstaðan

Stadler Form lét prófa þrjú Roger lofthreinsitæki hjá óháðri rannsóknarstofu til að kanna virkni þeirra í baráttunni við kórónuveiruna. Stadler Form lofthreinsitækin voru sett hvert um sig í prófunarklefa sem var að rúmmáli 28,5 m3 og í hverju einstöku tilviki var kveikt á þeim og þau látin ganga í 60 mínútur. Veirumagn í loftinu var mælt á meðan tækin voru í gangi og síðan eftir 60 mínúturnar. Þá kom í ljós að Roger little og Roger höfðu minnkað veirumagnið í þessu rými um 99,3%. Roger big – stóra lofthreinsitækið frá Stadler Form sem er ætlað fyrir skrifstofur og önnur stór rými allt að 104 fermetrum – náði hreinsunarafköstum upp á 99,9%. Með þessu er Stadler Form meðal fyrstu framleiðenda lofthreinsitækja til einkanota sem sýnt hafa fram á virkni tækja sinna í baráttunni við kórónuveiruna.

MS2-veiran, sem notuð var í prófinu, er RNA-veira rétt eins og SARS-CoV-2-veiran.
MS2-veiran er venjulega notuð í lofthreinsiprófunum sem staðgengill fyrir veirur svipaðrar stærðar.* Þar sem sýnt var fram á þessa fækkun MS2-veirna var sú ályktun dregin að SARS-CoV-2-veirur, sem eru mun stærri en MS2-veirurnar, mundu einnig fækka að minnsta kosti í sama mæli.

Mynd: Fækkun MS2-veirunnar við notkun Roger big-lofthreinsitækisins frá Stadler Form (x-ás = tími í mínútum, y-ás veirumagn í lofti í prósentum).

* Með þvermál um 25 nm er MS2-veiran rúmlega fjórum sinni minni en SARS-CoV-2-veiran sem er um 120 nm í þvermál.

Roger lofthreinsitæki frá Stadler Form dregur úr veiruvirkni

Öll Roger-tækin frá Stadler Form geta hjálpað til við að draga verulega úr styrk kórónuveirunnar í loftinu í stuttan tíma. Nota má sérstakt app til að stjórna Roger og Roger big og þar með hefja hreinsun loftsins þegar hentar, til að mynda er heimilisfólk er ekki að staðnum en vill koma heim í hreint loft.

Lofthreinsitæki sem viðbótarvörn gegn Covid-19

Samkvæmt Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) geta lofthreinsitæki, ef þau eru notuð á réttan hátt, hjálpað til við að draga úr aðskotaefnum í lofti í íbúðarhúsnæði eða öðrum lokuðum rýmum og þar með minnkað veirumagn í loftinu.**

Lofthreinsitæki eins og Roger getur hjálpað til við að draga úr hættu á veirusýkingu og þannig veitt heimilisfólki góða vörn gegn Covid-smiti. Roger-lofthreinsitæki getur einnig komið að góðum notum í verslunum, á veitingastöðum og hárgreiðslustofum sem og í leikskólum og öðrum skólum með því verja fólk gegn smiti.

** EPA: 12. janúar 2021. Hlekkur.