Flýtilyklar
Siemens uppþvottavél
Siemens uppþvottavél
Litur | |
---|---|
Hljóð | Stál |
Hnífaparaskúffa | |
Zeolith®-þurrkun | |
Vörumerki | |
Home Connect | |
Verð |
Vara er ekki til sölu
Nánari lýsing á vöru
- Orkuflokkur A+++, þurrkhæfni A.
- 14 manna.
- Einstaklega hljóðlát: 41 dB (re 1 pW). Hljóð á næturkerfi: 39 dB (re 1 pW).
- Home Connect appið: Wi-Fi. Lesa um Home Connect.
- Átta kerfi: Öflugt 70° C, sjálfvirkt kerfi 45-65° C, Eco 50° C, næturkerfi 50° C, hraðkerfi 60° C, glasakerfi 40° C, hraðkerfi 45°, og forskol.
- Fimm séraðgerðir: HomeConnect, tímastytting þvottakerfa (varioSpeed Plus), kraftþvottur á neðri grind, gljáandi þurrt og öflugra kerfi gegn bakteríum (hygienePlus).
- Hreinsikerfi til að þrífa vélina.
- Niðurfellanlegar diskaraðir í neðri grind. Lítil hnífaparakarfa í neðstu grind.
- Hæglokun á vélarhurð með servolås.
- Tímaseinkun í allt að 24 klst.
- Snertihnappar (Piezo touchControl).
- TFT-skjár með táknum og texta.
- Skynjarar: Vatnsskynjari sem mælir óhreinindastig vatnsins (aquaSensor) og magnskynjari.
- Barnalæsing, hurðarlás.
Innbyggingarmál (h x b x d): 81,5-87,5 x 60 x 55 sm.
Kolalaus mótor
Vélin er knúin áfram af hinum byltingarkennda iQdrive-mótor sem er hljóðlátur, hraður og skilvirkur. iQdrive-mótorinn er núningsfrír segulmótor sem skilar betri árangri með minni orkunotkun. Kolalaus og með 10 ára ábyrgð.
Hnífaparaskúffa
Hnífaparaskúffan er staðsett efst í vélinni. Lögunin á skúffunni gerir manni ekki aðeins kleift að koma fyrir hnífapörum heldur einnig espressóbollum og ýmsum stærri eldhúsáhöldum, t.d. skurðhnífum, spöðum og salatskeiðum.
Hæðarstillanleg efri grind
Hæð efri grindarinnar má stilla á þrjá vegu, jafnvel þó að hún sé full af leirtaui. Þetta auðveldar manni að fylla og tæma vélina, sérstaklega þegar koma á fyrir pottum og pönnum.
Uppþvottatöflur
Uppþvottatöflur frá Finish fylgja með öllum Siemens uppþvottavélum.
Einstaklega áhrifarík þurrkun
Zeolith®-þurrkun notfærir sér eiginleika seólíta til að draga í sig raka og umbreyta í varmaorku. Niðurstaðan verður skilvirkari og umhverfisvænni þurrkun.
Flæðivörn
AquaStop® kemur í veg fyrir vatnstjón, bæði af völdum leka í vélinni og leka frá slöngu sem tengist vélinni. Öryggið er tryggt allan endingartíma vélarinnar.
Ljós inni í vélinni
Tvö LED-ljós í lofti vélarinnar varpa þægilegri blárri birtu inn í vélina og lýsa upp leirtauið. Ljósið kviknar sjálfkrafa þegar vélardyrnar eru opnaðar og slokknar þegar dyrnar lokast.
Home Connect
Home Connect: Stjórnaðu heimilistækjum úr snjallsíma eða spjaldtölvu hvar sem þú ert.